blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

föstudagur, nóvember 19, 2010

Mann setur hljóðan

Ég veit það ekki. Það stingur mann bara þegar maður sér fullorðinn mann næstum grátandi yfir því hvernig ástandið bitnar á honum. Manni sem unnið hefur fyrir öllu sínu alla sína hunds og kattartíð, horfandi upp á að allt sem hann á allt sem hann hefur unnið fyrir um ævina, sé að fara í vaskinn. Það er eiginlega ekki hægt að segja neitt framan í mann sem stendur frami fyrir slíku. Maður varð einhvernveginn svo dofinn. Svo eru hinir og þessir mannandskotar að hneykslast á því að ég hafi verið að kasta eggjum í alþingishúsið.
HALDIÐI AÐ ÉG HAFI VERIÐ AÐ GRÍNAST ?
>:@

Engin ummæli: