blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

föstudagur, apríl 22, 2011

Ljótt



****************************************
Ég hef nú alltaf verið mikill 101maður þó svo að ég hafi ekki átt heima þar til þessa en ég kem þar alltaf og til og hef starfað þar heilmikið líka og stundað viðskipti. Svo er ósköp vinalegt að rúnta laugarveginn um helgar í góðu veðri. En Lindargatan er orðin ljót með þetta austurevrópska lúkk. Það hefði kannski verið nær að viðhalda gömlu húsunum eða byggja ný hús í stíl við gömlu húsin, í staðinn fyrir þessar forljótu gettóblokkir. Skuggahverfið er ekki til lengur nema þá sem yfirbyggt steinsteipudrasl, já þetta er bara ógeðslegt.
Svo skrapp ég í Kópavoginn til að taka mynd af ættaróðali föðurfjölskyldunnar við Álfabrekku 17 en þar hélt ég nú að enn stæði húsið sem var sveitabærinn hans langafa sem var vinarlegt, lítið hús með grænu þaki. Já/nei það var nú víst búið að rífa það og nú stendur þar stórt og ómálað hús á ókláraðri malarlóð. Eitthvað verk sem farið var út í árið 2007. Ég hata 2007 og allt sem gerðist á landinu það ár, alla blekkinguna og ruglið sem við landsmenn vorum lokkuð inní. Nei sennilega hefur kofinn hans langafa verið orðinn ónýtur. Gömluhúsin á Lindargötunni líka. En þetta er samt svo ógeðslegt þarna í miðbænum. En hvað um það Menn eru eitthvað að tala um að vera úr Kópavogi eða kópavogsbúar í húð og hár en fæstir þeirra eru víst ættaðir úr Kópavogi eins og ég. En langafi minn var sumsé með búskap þarna í eldgamla daga þegar amma var lítil.

Engin ummæli: