Mín bók er dásamleg
Þá kom loksins að því eftir hverja yfirferðina á fætur annari að eitthvert bókaforlagið sæi sér fært um að gefa út glæpasöguna sem ég skrifaði. Vissi svosem að það kæmi að því einn daginn að einhver segði já. En það var þá líka fyrirhöfnin að nota megnið af frívöktunum útá sjó við að skrifa. Held að ég hefði orðið vitlaus af eirðarleysi ef ég hefði ekki verið að skrifa eitthvað eða bara almennt ekki verið að neitt skapandi. En allavega þá ætti komandi skrudda frá mér að gleðja unnendur glæpasgana, plús það að þeir fá inn nýjan höfund í alla flóruna.
Talandi um að vera skapandi þá höfum við tveir æskufélagar verið að tjasla saman demólögum og koma á einhverjum grunni fyrir pönkplötu. Sjáum hvernig það allt fer. Allt sem ég geri og stefni að er án yfirlýsinga. Það er best þannig. Þá þarf maður ekki að éta neitt oní sig ef allt fer svo óvart til helvítis. Þetta verður allavega eitthvað bras þar sem við erum á sitthvoru landshorninu en væntanlega hefst þetta nú. Það borgar sig bara að vera ekkert að flýta sér neitt. Þá fer maður ekki framúr sjálfum sér, það er það versta sem gerst getur.
Og núna ætla ég út að labba með hundinn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli