blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

fimmtudagur, febrúar 02, 2012

Drekkutímar

Drekkutímar voru helgistundir, og heimsóknir til vina oft stílaðar inná það hvort eitthvað vit væri í venjum á drekkutímum á hverjum bæ fyrir sig. Við vorum einmitt að ræða þetta nokkrir æskufélagarnir hjá hvaða vinum og leikfélögum hefði verið best og verst að sitja í drekkutímum. Fólk sem þekkir mig veit að ég er mikið fyrir að éta og átti það sérstaklega við um það þegar ég var krakki. Enda síétandi og alltaf hugsandi um eitthvað sem gott væri í gogginn. Á flestum stöðum var þetta nú ágætt og svosem yfir ekki neinu að kvarta. Sumstaðar eins og heima hjá mér átti alltaf að byrja á brauðinu. Ég fílaði þetta brauðdrasl yfirleitt heldur illa og á einu heimilunu var nú oft bara brauð og þá varð maður nú helvíti skúffaður yfir því. Yfirleitt var nú í boði að fá sér neskakó sem manni féll nú vel í geð og þá var nú húsmóður á viðkomandi stað fyrirgefið bara ef það var gott álegg með. Svo voru það tveir staðir þar sem ég var sjaldan í drekkutíma en þó voru nú kökur og kex á boðstólnum og neskakó líka en vandinn var bara sá að feðgarnir í öðru húsinu voru alltaf öskrandi á hvern annan við matarborðið og á hinum bænum var leikfélaginn ekkert nema fjandans tussutalið og svívirðingarnar við hana móður sína þarna í eldhúsinu. Ekki gaman að sitja undir slíku ástandi og erfitt að njóta kaffibrauðsins á meðan háværar skoðanir fólks um hvert annað fuku þeirra á milli, jafnvel þó að maður hafi fengið köku. Svo var það nú bara á einum staðnum að maður fékk nú bara aldrei neitt. Maður búinn í skólanum, jafnvel búinn að vera í sundi eða íþróttum og kominn sársvangur í heimsókn og ætlaðist til að fá eitthvað að éta. Nei nei og maður fór bara miklu svangari heim. "Maður fer þá með nesti hingað næst," hugsaði ég eitt sinn þegar ég var að labba heim frá vininum. Svo var það helvítis brauðið. Einu sinni var ég að leika við einn krakka þarna og það var kallað í drekkutímann og ég hafði nú aldrei mína hunds og kattartíð vitað annað eins rugl. Brauðbollur, smjör og sæmundur og svo bara vatn. Já já, nesti þegar ég kem hingað eða bara koma aldrei aftur. Djöfull varð ég fúll. Einu sinni fór ég mér svo óðslega í einum drekkutímanum að ég stóð upp, labbaði út í garð og ældi. Síðan labbaði ég aftur inn eins og ekkert hefði í skorist og hélt áfram að éta. Ég var nú reyndar undir rest þessa kaffitíma spurður að því hvort ég fengi ekkert að éta heima hjá mér. En það vissi náttúrulega enginn um æluna og ég gætti mín alltaf framvegins.
Jæja ég ætla að horfa á Breaking Bad núna.

Engin ummæli: