Þverhausar í Breiðholti
Það er með ólíkindum hvernig fullorðið fólk getur látið. Ég var á ferðinni um efra-Breiðholtið að sinna erindum hingað og þangað og í gangbrauta þrengingunni sem einhverra hluta vegna var breytt úr þrem metrum í þrjátíu, fór fram þrjóskukeppni. Fólksbíl sem ekið var vestur Norðurfell inná þrenginguna fékk á móti sér strætó úr austurátt og vildi hvorugur víkja. Nokkur röð bíla myndaðist í báðar áttir en í korter tuttugu mínútur stóðu bílarnir kyrrir. Úr varð að lögreglan var kölluð til, til þess að leysa ágreininginn. Niðurstaðan af öllu þrefinu varð sú að fólksbíllin var fenginn til að bakka þó svo að hann væri kominn lengra inn á þessa heimskulega þrengingu. Hefði haldið að strætó hefði átt að bakka enda ekki kominn allur inn á þrenginguna og ekki eins langt iná þrenginguna og fólksbíllinn. En jæja, hér getiði svo séð málsatvik.
(smella á myndina til að sjá hana betur)