Gróði og lýgi
Einu sinni fyrir mörgum árum þurfti ég að fara í innheimtudeildina hjá RÚV til þess að ljúga því að ég ætti ekkert sjónvarp, svona til þess að losna við það að borga afnotagjöldin. Þegar ég labbaði þar inn fann ég fimmþúsundkall á gólfinu og hirti hann auðvitað, laug því svo að ég ætti ekkert sjónvarp, komst upp með það og labbaði út þurfandi ekki að borga afnotagjöldin plús með fimmþúsundkall í vasanum. Gróðinn var því 200%. Ekki allir svo heppnir að labba þaðan út í svo miklum gróða.