blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

sunnudagur, júní 30, 2013

Meira um staðreyndir lífsins


Og svo var það maður sem ég hitti í bænum í gær og sá hafði lesið síðustu færslu og hafði það á orði að ég „væri svo ruglaður". Nei þarna var ég hjartanlega ósammála. Ruglaður maður gæti aldrei skrifað svona. Ruglaður maður myndi líka trúa þeirri heimsku að allt sem færi upp kæmi aftur niður. Ég man einu sinni eftir fífli sem ruglaði með þennan frasa og sagði að allt sem færi niður kæmi ekki upp aftur. Sá var aftur á móti ruglaður. Ég get alveg sagt það, að þegar ég vann á sláturhúsinu á Akureyri þá tók ég rollulöpp og henti henni niður um lúgu sem kindahausum var kastað niður í en gaurarnir sem sáu um að taka á móti þeim til að klippa hornin af á hæðinni fyrir neðan brjáluðust við þessa stríðni og grýttu löppinni upp aftur svoleiðis að hús þaut upp um lúguna og var nærri því lent í andliti manns sem stóð þar nærri. Jæja ég held að ég leggi mig í smá stund. />
------------------------------------------------------------------------------------ />
Binni bróðir bjó til lag í sama forriti og ég bjó til lagið Pornstars. Það er engum blöðum um að að fletta að þetta er ömurlegt forrit þar sem einungis er hægt að búa til ömurleg lög. En þið verðið bara að hlusta. Sitt sýnist hvurjum.
Binni bróðir - Gay Robot

Engin ummæli: