blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

mánudagur, janúar 13, 2003

Æi ég er hálf tuskulegur eitthvað. Æi já ég ældi og spjó eins og bersekkur í morgun og er með hausverk núna. Þetta eru eins og verstu timburmenn. Ég er nú samt búinn að úða í mig verkjapillum og slíku góðgæti þannig að þetta hlítur að lagast. En hvað um það. Ég heimsótti félaga minn í kvöld og hann fór að sýna mér steinasafnið sitt. Hugsa sér þessa endemis vitleysu, safna steinum. En það víst hægt að safna öllum fjandanum, sossem frímerkjum, servíettum, vindamerkjum, íþróttamyndum og svo eru einn og einn sem safnar tittlingum og ég veit ekki hvað og hvað. Einn sem ég var með í barnaskóla var mikill hobbíisti um fugla og safnaði eggjum. Þá ætlaði ég að prufa að safna eggjum en þau brotnuðu nú vanalega eftir að ég eignaðist þau. Ég held að ég hafi náð að safna tveimur tegundum. Það voru Hænuegg og Andaregg. Æi þetta var bara einhver stundar manía. Jú ég safnaði frímerkjum þegar ég var 10 ára og átti nokkuð stórt safn og svo varð ég eldri og þá komu N.B.A. myndirnar í tískuna. Þá safnaði ég Shaq og reyndi líka að eignast sem mestar myndir af Larry Bird og Magic Johnson og það í bítti því að þessar myndir verða Dýrmætari með árunum. Ég á þetta allt í geymslunni heima hjá mér.

Engin ummæli: