blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

mánudagur, september 29, 2003

Ég var staddur í klípu heima hjá mér um daginn vegna þess að það var eitthvað lítið til að éta. Jú svona eitthvað sitt lítið af hverju og svo einn pakki af núðlum. Svo að ég bjó til súpu þó að mér fafi alltaf fundist núðlur vera mesta helvítis ógeð lukkaðist þetta bara nokkuð vel. Svo hér kemur uppskriptin:
Sjóðið 4 meðalstórar kartöflur í 45 mín og eina lúku af hrísgrjónum þangað til að þær verða linar eða í ca 25 mín. Brytjið 3 pylsur í bita og og mundið fram tómatsósuna. Britjið svo kartöflurnar í bita og takið svo hrísgrjónin og látið í pott með slatta af vatni í. Sprautið svo vel af tómatssósu í pottinn svo að súpan verði á litin eins og tómatssúpa (fiskibollur í tómatssósu). Takið svo Pylsurnar og núðluna og sjóðið þangað til að núðlan verður lin og pylsubitarnir soðnir. Takið ok etið. Ég varð alveg pakksaddur við þetta helvíti.

Engin ummæli: