fimmtudagur, september 11, 2003
Það er þriðjudagurinn 11. September klukkan 13:30 á Íslandi árið 2001. Ég vaknaði út sofinn en hálf pirraður af því að ég var ný búinn að missa vinnuna sem ég var í hja Samskip og hafði því ekkert að gera allan daginn nema slæpast heima og gera ekki neitt. Ég rís upp og sé að sjónvarpið er í gangi. Ég hafði sofnað útfrá því kvöldið áður og enginn slökkt á því. Skjáreinn sýndi gamalt tónleikamyndband með Iron Maiden. Ég nennti ekki að horfa á þetta eina myndband þó að ég sé mikill aðdáandi Iron Maiden. Þá ákvað ég í staðinn fyrir að slökkva á sjónvarpinu að stilla á RÚV. Horfa á skjáleikinn. Ekkert þarfara að gera. Þá blasti við mér skrítin sjón. Annar World trade center turnin hafði orðið fyrir árás og rödd Boga Ágústssonar hjalaði í leiðinni um atburðinn. Næstu klukkutímana sat ég límdur við skjáinn og trúði ekki mínum eigin augum. Fyrst hélt ég að þetta væri bíómynd í sjónvarpinu en í staðinn var þetta blákaldur raunveruleikinn. Hvar varst þú þegar árásin var gerð á tvíbura turnana ?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli