Grettir, Glámur og Eden
Mér varð það á að fara í Eden í Hveragerði um daginn með frúnni og nokkrum vinum. Já allt troðið af fólki þarna, en ég sá samt að þarna var ekki rassgat að gera nema kaupa ís eða fara í spilakassana og þar sem ég er fyrrverandi gambler notast ég ekki við slíkt svo að ég keypti bara ís og fylgdist með öllu fólkinu vera þarna að tapa peningum í kössunum. Þessi staður sökkar alveg skelfilega. Það er nákvæmlega ekki rassgat að sækja þarna nema hvað að maður kemur bara fátækari út af þessum stað.
Nú er ég aðeins farinn að glugga í Íslendingasögurnar. Djöfull eru þetta annars langar sögur maður. En ég er samt byrjaður á Grettissögu. Helvítis synd að kallin skyldi hljóta ævilanga ógæfu af því að koma kallpungnum honum Glám fyrir. En svona er þetta þegar menn eru að vinna við þetta að koma draugum og djöflum fyrir á rétta staði.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli