JÚGURVISÍÓN OG TAGGART
Skohhh....Þarna erum við búin að drulla uppá bak í júgurvisíóninu enn eina árið. Jájá þá verðum við bara ekkert með á næsta ári, sem betur fer segi ég. Æi það var nú gott. Þetta stand í kringum þetta er svo dæmalaust leiðinlegt. Ég meina það þýðir ekkert að senda svona grenjulag og láta einhvern misheppnaðan apakött syngja það. Alveg vonlaust dæmi. Sérstaklega þegar einhverjir leppalúðar eru látnir stjórna því hvað er sent í svona keppnir. Ég pæli ekki í þessu helvítis rugli.
Taggart er í sjónvarpinu í kvöld og mun ég að sjálfsögðu horfa á það. Verst er þó í sambandi við þessa þætti að Mark McManus, kallinn sem lék alltaf Taggart skyldi gefa upp öndina og drepast þarna um árið. En framleiðendurnir hafa einstakt lag á því að halda þessum þáttum góðum og láta eftirlifendurna halda bara áfram. Það er eitthvað svo sérstakt við þessa þætti
Engin ummæli:
Skrifa ummæli