blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

miðvikudagur, maí 05, 2004

Með iðrin lafandi

Loksins verður prufað að gera styttmynd. Já ég og Danni díngó og Ína vorum að hrinda af stað hugmynd að stuttmynd sem verður bara tekin á venjulega sony kameru. Þetta verður sossum ekkert flókið. Eiginlega bara sketsar byggðir á okkar eigin einkahúmor. Það sem annað fólk sem þekkir ekkert til myndi kalla innantómt bull. Jæja en það má prufa.

Er búinn að vera að lesa úr Vættartali Árna Björnssonar sem hefur að geyma stuttar frásagnir að þekktum álfum, draugum, tröllum og hundufólki og las þarna um Láka nokkurn og sá hafði drepist, gengið aftur og ásótt einhvern Árna á frekar dólgslegan hátt, með iðrin lafandi og hringlaði í beinunum. Svona gekk það víst um nokkurt misseri þangað til að Árni fékk þau ráð um að grafa holu í leiði Láka og gera þarfir sínar í hana og reka stálnálar í sinn hvorn enda leiðisinns. Lítið gerði Þá Láki vart viðsig eftir það.

Kannski ætti maður að gera stuttmynd um þetta.

Engin ummæli: