blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

laugardagur, júní 05, 2004

ALVEG EINS OG HÁLVITI

Ég var nú eitt sinn dálítið mikið á djamminu og fór stundum heldur mikinn. Eitt skiptið drakk ég alveg eins og svín með nokkrum kunningjum og svo fóru allir í teiti einhverstaðar í Norðurmýrinni. Þarna þekkti ég ákaflega fáa utan við þá sem ég fór með þarna inn. Svo dó ég brennivínsdauða þarna inni og vaknaði eitthvað daginn eftir og það var enginn inní stofunni þar sem ég lá nema sofandi feitur kall í hlírabol og eitthvert hjal í eldhúsnu. Einhver auminngi var að tala þar í gemsa. Þegar hann sá mig þegar ég var að strunsa út rak hann upp stór augu og horfði geðveit asnalega á mig. Svo sprakk hann bara úr hlátri. "Helvítis fífl", hugsaði ég. Svo sökk ég út og skálmaði í áttina að Hlemmi.
Þetta var eitthvað skrítið. Allir sem mættu mér horfðu eitthvað skringilega á mig og flissuðu svo bara. Ein kjélling sem ég mætti á gangstéttini sá mig og um leið fór hún yfir á hina gangstéttina. Svo kom ég á Hlemm og sat og beið eftir leið 140. Einhver bíll keyrið framhjá mér og flautaði og eitthver ókunnugt fólk horfði á mig og benti á mig líka. Annar kall sá mig og glotti og labbaði framjá mér. Mér var farið al líða eins og fæðingarhálvita. Svo kom vagninn og vagnstjórinn horfði á mig stórumaugum þegar ég sýndi honum Grænakortið mitt. Ég tyllti mér gegnt gömlum manni með staf og þegar ég var sestur færði hann sig. Einhverjar 12-13 ára smápíkur sem sátu aftast voru alltaf glápa á mig og pískra eitthvað og flissa. Svo loksins kom ég heim og ætlaði í sturtu og fór inn á bað. Þá leyt ég í spegilinn og sá ástæðuna fyrir öllu þessu glápi, flissi og bendi á mig. Það hafði einhver andskotans fáviti tekið málningadót og málað á mig kolsvarta bauga og eldrauðar varir og restin af andlitinu var gult grænt blátt rautt og fjólublátt og svo glimmer á alltsaman á meðan ég lá í brennivínsrotinu. Svo var líka þessi glæsilegi Hakakross á enninu líka. Ég hélt að ég myndi verða að steini þá og þegar fyrir framan spegilinn.

Engin ummæli: