blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

fimmtudagur, júní 03, 2004

SILAKEPPUR

Ég prufaði að skokka í dag. Já ég smeygði mér í gamlar íþróttabuxur sem ég gróf upp, fór svo í Iron Maiden bolinn minn og skökk í strigaskóna. Ég held að ég hafi náð að skokka svona standby 150 metra. Púfff. ég þurfti sveimérþá að setjast niður alveg lafmóður með hlaupastíng. Sat bara þarna eins og afvelta kind. Djöfull er maður ekki í neinu formi.
Ég held að ég þurfi að hugsa minn gang. Ég gæti farið að lúkka eins og Hómer vinur okkar.
Ætli ég hafi ekki bara étið full mikið af þessari Fíkjutertu sem Íja frænka á Völlum gaf mér uppskriftina að. Enda var hún mesta lostæti. Nammi nammi namm. Þarf að minka við mig sykurinn og hreyfa mig meira. Það er á hreinu.

Engin ummæli: