blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

mánudagur, apríl 18, 2005

TIL ÚTLANDA

Jæja góðir hálsar. Þá er ég að fara til útlanda. Ekki á morgun heldur hinn. Jáh, það hef ég aldrei gert. Fara til útlanda. Ég fer hvorki meira né minna heldur en til hennar Amríku.
Þetta er voðavoða spennani. Ég hef heyrt að í útlöndum sé til svart fólk og þar er líka suður og norðurpóll, skakkur turn og svo var mér sagt að Hitler byggi þar líka. Ég held reyndar líka að í útlöndum sé miklu meira fólk en á Íslandi. Meira en 100 og jafnvel meira en 1000. Í útlöndum eru til Ljón.

Engin ummæli: