blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

fimmtudagur, nóvember 03, 2005

Húsavík og U.S.A.

Image hosted by Photobucket.com
Húsavík um hánótt

Tók þessa mynd þegar við vorum að lenda við bryggju á Húsavík í nótt. Þar var alltaf jafn tómlegt og kuldalegt sem aldrei fyrr. Lenti ég þar í kasti við einn fjöruskratta. Náði ég að yfirbuga helvítið með klækjum og hjálp nokkura skipsfélaga með því að þylja Faðirvor.
Nei nei ég er að rugla. Það var gott að koma á norðurlandið, þó ekki væri nema í 2 klukkutíma. Meira að segja þegar maður er búinn að búa svona lengi í Reykjavík þá er maður alveg til í að eiga heima á Húsavík....neeeeee

Djöfull var það sárt. Já ég var að blóðga fiska í gær. Ég skar í puttann minn. Djúpt. Það var blóðugt. Það var hræðilegt. Það var viðbjóðslegt.

Image hosted by Photobucket.com

Svo er ég að fara að heimsækja fæðingarhálvitalýðveldið, Bandaríkin í annað sinn. Tek flugið í strax dag.

Engin ummæli: