Náttúrulegur draugagangur
Ég var að fletta í sorptímaritinu Hér og Nú í morgun og rakst loksins á eitthvað með viti. Það var viðtal við Magnús Skarphéðinsson að tala um draugagang. Furðulegt hvað draugagangur er mikið í kringum okkur. Allavega svo mikið að maður tekur ekkert eftir honum. Nei, fólk í dag er bara ekki nógu náttúrutengt til að taka eftir eða finna fyrir draugagangi. Það er allt of mikið af ónáttúru í okkar samtíma og í kringum okkur svo að við getum fundið fyrir draugagangi.
Hér áðurfyrr voru engat tölvur, bílar, sjónvörp eða gsm símar. Þá lifði fólk og hrærðist í náttúrunni. Fólk bjó í náttúrulegum húsum(úr moldu, grjóti og grasi). Ferðaðist á náttúrulegan máta(á hestum) og sfr.
Vegna þessarar ónáttúru sem við sáum í kringum okkur hefur t.d. almenn skyggnigáfa hjá fólki farið sífellt dalandi kynslóð eftir kynslóð og færri einstaklingar verið með skyggnihæfileika en áður. Það er vegna þess að sálir okkar eru náttúrulegar og kjósa því náttúrulegt umhverfi og náttúrulega hugsun.
Þess vegna er hægt að segja að draugar og draugagangur er náttúrulegri en við sjálf.
Svo eru hérna myndir sem ég tók í Minneapolis, á dögunum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli