Draumvísa
Snemma á árunum milli 1870 - 1880 dreyndi konu einni að til hennar kæmi maður að mæla fram vísu þessa um Vindbelg* í Mývatnssveit:
Ó þú Vindbelgjar einmanna hnjúkur,
sem allsnakinn stendur á fjallana grund,
samt faldur þinn skauta fyrnist ei heldur,
Þó fjólurnar blikni og grösin í lund.
Allt er í heiminum umbreyting,
Ástin og geðið í hjartanu þjóða,
engum því veldur ásteyting,
afarhátt fjallið sem skáldin um ljóða.
Vísuna mundi hún vel þegar hún vaknaði.
Aldrei hafði kona þessi komið í Mývatnssveit, aðeins einu sinni séð Vindbelgjarhnjúk, á ferð yfir Vallnafjall.
*Fyrir þá sem kunna ekkert í landafræði þá er Vindbelgur fjall í Mývatnssveit.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli