Deingasjá Deingasjá
Þá fara jólin senn að koma og ég bara búinn að kaupa allar jólagjafirnar. Var reyndar búinn að því fyrir Dezember byrjun. Reyni að vera búinn að gera sem flesta hluti hvað jólin varðar, í Nóvember. Það er betra. Lenti einu sinni í því að kaupa allar jólagjafir í Dezember + borga reikningana. Ég lenti í bísna kröppum dansi þar, fjárhagslega. Hef haft vit á því síðan að kaupa jólagjafirnar jafnt og þétt yfir árið.
En núna þann 18. er ég kominn í jólafríið. Þar sem ég næ þetta, nokkrum dögum í landi fyrir jólin mun ég að baka eitthvað. Eina eða tvær sortir. Það er alveg nauðsinlegt.
En jæja þá held ég að ég komi mér nú niður í skip aftur og athuga hvort að kokkurinn sé ekki vakandi og fái hann jafnvel í dálítið kaffispjall, kex og neftóbak.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli