Að vera á bömmer
Það kyngir niður snjó hérna á Djúpavogi í dag. Rollurímér, brrrr. Mér er minnistætt þegar ég átti afmæli fyrir 10 árum síðan. Þá varð ég 16 ára. Þá fór ég á 1. Dez-ball heima í sveit, hellti mig blindfullann og lét dólgslega með tilheyrandi ælum, slagsmálum og hözzltilraunum. En jæja allt blessaðist að lokum. Þó ekki fyrr en þegar Glúmur fændi minn sem var dyravörður þarna trylltist út í mig fyrir enn eina slagsmálarispuna. Hann húðskammaði mig hástöfum fyrir allt helvítis vesenið. Hljómsveitin spilaði afmælissönginn fyrir mig og fleiri sem áttu afmæli þarna. Gengu svo yfir mann kveðjurnar frá gestum og gangandi að ég hélt að dómur Sveins ætlaði af mér að ganga, frá ákveðinni persónu sem óskaði mér til hamingju. Svo innileg var kveðjan. Neibb dómur Sveins átti ekki undir högg að sækja í það skiftið. Hann mátti hvíla á mér lengur.
Mér er líka minnistætt þegar ég fór daginn eftir í fjós. Þegar ég var genginn út um bæjardyrnar og ætlaði að tölta upp hólinn í átt að fjósinu, sá ég að Glúmur frændi var að labba niður veginn sem lyggur niður sama hól og mér var ekki vel við að hitta hann þarna daginn eftir þetta skrautlega ball, þar sem hann hafði eipað svo hrikalega á mig þar. Svo að ég tók á rás upp hólinn meðfram veginum í töluverðri fjarlægð frá Glúmi og upp að fjósinu. Þá kallaði hann á eftir mér þessi orð: Já, hlaupa meira, drekka minna.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli