blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

sunnudagur, desember 24, 2006

Gróðurhúsaráhrif um jólin

Ég varð nú svo himinlifandi þegar hann fór að snjóa og gerði hvíta jörð sem ég vonaði að myndi endast fram á þennan dag. Nei þá kom Satan og gerði rigningu. Þá verður maður að sætta sig við rauð jól í þetta sinn. Það gerir ekkert til. En ég get held ég svarið það uppá heiladingulinn í mér að það voru alltaf hvít jól þegar ég var krakki. Man aldrei eftir rauðum jólum í minni bernsku. Enda var maður þá búsettur í Reykjadalnum, góða. Kaldara loft og harðari vetur norðan heiða og auðvitað engin gróðurhúsaráhrif.
En maður hugsar oft um gömlu góðu dagana og Jólin í Reykjadalnum. Við áttum sjólasveinssprelligosa sem hékk alltaf á veggnum í stiganum og ef maður togaði nógu fast í spottann, þá hringsnérust alltaf lappirnar á honum. En já já, Við vorum alltaf þarna, við systkynin mamma, pabbi og afi. Amma og afi í Kópavogi komu líka alltaf norður um hver jól og héldu jólin í Álftarnesi, hjá systurfjölskyldu pabba og svo fórum við þangað allaf á jóladag. Reyndar voru þau í eitt skifti há okkur á aðfangadagskvöld og var það afar ánægjulegt. En lengi áttu krakkarnir úr Langhotli það til að koma eftir pakka rifrildin heim í Lauti í kaffi og smákökur. Ég man að Geir og Solla, foreldrar þeirra komu líka. Jakob frændi kom líka úr hólum með pakkana þaðan og var með okkur. Svo kom sama fólkið aftur á annan í jólum og spilaði púkk. Einu sinni vann Hemmi púkkið og fagnaði mjög. Í fagnaðarlátunum náði hann að stúta nokkrum diskum úr diskarekka sem var á veggnum fyrir ofan hann.
Jæja ég óska öllum sem fengu ekki jólakortfrá mér eða áttu þau ekki jólakort skilið, gleðilegra jóla og farsældar á komandi öldum.
Með jóla keðju:

Spritti

Engin ummæli: