Bjánapólitík
Ég veit það ekki. En ef Sjálfstæðisflokkur myndar stjórn með Framsókn aftur, tel ég að kjósendur landsins hafi verið sviknir. Við töluðum okkar máli síðasta laugardag. Framsókn á ekki að vera í ríkisstjórn. Það er alveg klárt. Æi þetta eru svikarar allt saman. Framsóknarflokkurinn er bara allra síðasta sortin. Reyndar þá verð ég að lýsa hrifningu minni á kjósendum sjálfstæðisflokk, fyrir að strika út Árna Johnsen og Björn Bjarnason. Sést bara að fólk vill hvorki hafa þjófa né ófríða einstaklinga á þingi. Það er skiljanlegt.
Núna er Las Vegas í sjónvarpinu. Ég ætla að horfa á þáttinn og fara svo á rúntinn. Skrepp vanalega einhvern hring svona á kvöldin. Það róar taugarnar. Því þarf ég ævinlega að vera svona trekktur. Urrrrrr
Engin ummæli:
Skrifa ummæli