blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

fimmtudagur, maí 31, 2007

Draumurinn

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Skrapp áðan í uppáhalds sjoppuna mína, Drauminn sem er við Rauðarárstíg. Heilsaði upp á Júlla og verslaði af honum kók, nammi og neftóbak. Íris var með og fékk sér Gajol og smá tyggjó. Ég hef nú alltaf haft gaman af því að kíkja þarna í sjoppuna til hans af og til og kjafta við karlinn. Menn hafa nú kvartað yfir því að hann sé frekar dýr en það er nú í góðu lagi. Svo er oft helvíti skrautlegt liðið þarna. Einn var að versla kardó þegar ég kom þarna og annar félagi hans var þarna með honum. Hann saup einhverja sterkþefjandi ólyfjan úr ómerktri flösku. Var sá maður lítið í sambandi við þennan heim eða annan. En skemmtanargildið er gott að fara þarna. Fín sjoppa með góðu vöruúrvali og oft opið fram á rauða nótt. Svo er hægt að skrafa við Júlla um allt og ekkert. Góð þjónusta. Fín sjoppa fyrir þá sem vantar landa eða vilja fá sér í haus.
Draumurinn fær þrjár og hálfa stjörnu af fimm mögulegum.

Engin ummæli: