blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

miðvikudagur, maí 30, 2007

Freddy og sú rauðhærða

Ég hef nú verið að kíkja á þetta safn Freddy Kruger mynda sem ég festi kaupá þegar ég var staddur í Ameríku. Æi þetta er nú voðalegt bölvað rugl þessar myndir. Verð að segja það. Er bara nokkuð sáttur með að hafa verið bannað að sjá þetta þegar ég var krakki. En ég hef nú samt getað hlegið af þessu helvítis rugli.
Já voðalega vitlausar svona draugamyndir. Þið megið láta mig vita ef þið vitið um rauðhærðu afturgönguna einhverstaðar á vhs. Rauðhærða afturgangan var sýnd á rúvinu fyrir um tíu árum síðan. Ég asnaðist ekki til að taka helvítis myndina upp. Sá mikið eftir því. Ég meira að segja hringdi í söludeild Rúv og spurði hvort að hún fengist til sölu á myndbandi en það var víst ekki alveg þannig. Sala á leiknu sjónvarpsefni er víst eitthvað svo snúið rugl að þeir nenna ekki að standa í einhverri vhs eða dvd útgáfu.
Já, maður var nú svo skít hræddur við rauðhærðu afturgönguna þegar maður var krakki. Maður nánast drullaði stjórnlaust í buxurnar af hræðslu.

Engin ummæli: