blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

þriðjudagur, maí 08, 2007

Jæja Mikið Var

Þetta bloggerdrasl er búið að reita mig til reiði nokkuð mikið undanfarið. Tókst loksins að koma dótinu í lag. Vonandi að allt verið í lagi áfram.
Ég fór í dag og og kaus utankjörfundar. Fór einnig á nokkrar kosningaskrifstofur og reif kjaft. Náði ég tali af einni framsóknar lyddu og stakk ég öllu upp í hann sem hann reyndi að telja mér trú um og það sem hann hélt fram að væri flokknum að þakka. Lá við að hann færi að froðufella af bræði og á tímabili hélt ég að æðin framan á enninu á honum ætlaði að springa.
Annars lyggur vel á mér þessa dagana og stefni ég á að fara með konuna og barnið norður í land nokkra daga, seinnipartinn í mánuðinum. Ég hef svo verið að lesa Ofvitann eftir Þórberg. Er búinn að skemmta mér heilmikið við það.
Svo hef ég ákveðið að selja Honduna. Hef engann tíma í þetta lengur. Of mikið bras fyrir mig að gera þetta upp. Nenni þessu ekki. Meðfylgjandi er lítið keyrð vél og flott Lexusljós. Gerið verðtilboð. S: 8485408

Engin ummæli: