blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

miðvikudagur, júní 20, 2007

Djöfull lítið um að vera á línuveiðum
Djöfuls fokk er þetta. Það er búið að leggja þrjár lagnir hérna og lestin bara rétt hálfnuð. Við byrjuðum að leggja á Selvogsbanka og það var bara dauðin einn. Færðum okkur svo við Vestmannaeyjar og puðruðum línuni út þar. Höfum að vísu fengið ágætis mok af Löngu þar sem við komum utan í Surtsey.
Ég prufaði að nauða í skipstjóranum að fá að fara á zodiak (gúmmíbátur með mótor) yfir í Surtsey ef veðrið yrði gott. Neih.. það má víst ekki því að eyjartussan er friðuð og mega eingöngu koma þar vísindamenn.
Surtsey var miklu stærri hér áður. Hún hefur minnkað töluvert mikið á seinni árum. Kannski hverfur hún alveg. Hvaða vit er þá í því að vera vísindarmaður að kanna eyju sem er að sökkva. Æi þessir vísindarmenn. Óttalegir kjánar.

Kjána eyjan kennd við surt.
Karlar oft um gengu.
Skundar eyjan skolast burt.
Skjótt verður að engu.

En við ætlum nú samt að reyna að leggja fjórðu lögnina hérna einhverstaðar sunnan við eyjarnar. Vonandi að það verið eitthvað á þetta.
Ég ætla fram í lúkar núna og fá mér í nefið. Svo er best að drattast til þess að leggja línuna.

Engin ummæli: