Með Brúnt í Buxunum
Þá er ég heima. Kom í morgun. Fer samt aftur á sjó á eftir. Djöfuls puð alltaf. Ég hef akkúrat ekkert að segja. Ég er bara þreyttur. En eftir þennan túr fer ég í sumarfrí um óákveðinn tíma. Afar kærkomið.
Hei, í gær horfði ég á myndina Mysery, þar sem James Caan og Kathy Bates eru í aðalhlutverkum. Mynd sem ég sá síðast fyrir um tíu árum síðan. Það var gaman að lyggja í kojunni og horfa á myndina. Mér var nú bannað að sjá hana þegar hún kom fyrst út, 1990. Skiljanlega. Maður hefði bara verið með brúnt í buxunum alla tíð eftir það. En Mysery er góð hryllingsmynd. Ein af þeim myndum sem hægt er að horfa á af og til.
Allavega kveið mig alltaf fyri því að það kæmi að sleggjuatriðinu. Það sat lengi í mér eftir að ég sá Misery fyrst.
Helvítis kerlingin.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli