blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

sunnudagur, júní 03, 2007

Reykjareykjareykja

Menn kveða ýmist jákvætt eða neikvætt um reykingabannið mikla sem tók gildi núna um helgina. Verð að segja að ég er mjög ánægður með þetta skref í tóbaksvörnum. Enda skiftir þetta mig litlu máli þar sem ég notast eingöngu við innitóbak þ.e. neftóbak en ekki sígarettur eða vindla. Þó held ég að það væri allt í lagi að leifa sérhönnuð reykherbergi eins og tíðkast víða erlendis, þar sem reykingarbann hefur verið sett á bari og skemmtistaði. En það er líka ágætt að skreppa út í smók. Mér fannst bara ágæt að reykja úti þegar ég stundaði reykingar. Neftóbakið er vissulega hentugra en best væri samt að nota ekki tóbak af neinu tagi.
Annars var bara fjör hjá mér í dag. Fór og keppti með áhöfninni við aðrar áhafnir í fótbolta. Svo var reip-tog tekið í restina. Við unnum ekkert af þessu en vorum samt bestir. Síðan var farið í hið reyklausa Hótel Ísland og var tjúttað og trallað mikið húllumhæ þar fram eftir kvöldi.
Bezzzzzzz

Engin ummæli: