Hundaskark
Hvurslags er þetta. Andskotann eiga menn með það að sparka hundi á milli sín þangað til að hann lætur lífið. Já þetta er það sem maður sér í fréttum kvöldsins. Ekki það geðslegasta sem maður gert hefur verið. Tjahh.. ýmislegt rugl framkvæmdi maður þegar ölið var sopið hér áður fyrr. Ég nefni, að brjóta glugga, míga á bíl, kíla mann, hrinda gellu, sænga með ljótri kerlingu, kveikja í sinu og grenja. En ekkert á borð við svona helvítis óþokkaskap. Það er heldur ekkert víst að þeir hafi neitt verið í öli þessir gaurar. Ég var jú edrú þegar ég sparkaði í eina kúnna heima í sveit. Ástæðan var líka sú að hún sparkaði í mig. Læsa þá inni í kæli.
En burt séð frá þessu. Ég gerði þá bölvuðu vitleysu í dag að kaupa mér pólskar pylsur, frá Kjarnafæði. Þær voru nú ekki beint viðbjóðslegar en allt að því að vera vondar. Svona kryddaðar pylsutussur, grófar líkt og sperðlar. En það sem er virkilega vont við þær er það í hvert sinn sem ég hef ropað núna síðdegis og í kvöld þá kemur alltaf helvítis sterkjan upp í munninn aftur þannig að maður er hálf jórtrandi þetta alltaf. Og þá er bara að sjá hvernig hægðirnar koma út af þessu. Vonandi verður ekkert blóð í þeim.
Annars er ég kominn í smá sumarfrí. Fer í bústað með Írisi og Garðari Mána og húki þar í viku. Hef sjaldan haft gaman að því að hanga í sumarbústað en það reddar því að þarna er heitur pottur, veiðivatn og krokkettið verður auðvitað haft með. Svo er náttúrulega nóg til að éta. Má ekki gleima ætinu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli