blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

fimmtudagur, janúar 24, 2008

Rekkaskil

Ég er alveg að verða brjálaður. Það var slitin úr mér jaxl í dag og ég er að drepast úr sársauka. Þarf að úða í mig verkjatöflum. Svo var löguð illa unnin fylling sem sett var í aðra tönn hjá mér forðum. En það verk var unnið af ónefndum tannlækni við Skjálfandaflóa. En nú er þá búið að laga það núna. En það er samt mesta furða hvað allt er heillegt þarna uppí hausnum á mér. En samt. Það voru komnir svo miklir tannsteins hamrar í tennurnar að til þess að rífa tannsteininn í burtu þurfti umhverfismat.

Engin ummæli: