blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

mánudagur, desember 15, 2008

Alveg eru þetta merkilegir menn uppá skrifstofu. Við áttum að landa í Grindavík þann 17. en staðinn þá eigum við að landa á Djúpavogi sama dag og eigum svo eftir að keyra með bátin til Grindavíkur. Þannig að maður kemst ekki í jólafrí fyrren sólarhring seinna. En þeir virðst vera að spara einhverja peninga á þessu kallagreyin.
Annars er búið að vera skemmtilegt hérna um borð, við erum búnir að hengja upp jóla seríur, setja upp jólatré í setustofunni og föndra músastiga. Svo verða litlujólin á landleiðinni til Grindavíkur en þá endar eldar kokkurinn væntalega eitthvað gott og við skipsfélagarnir ætlum að gefa hvor öðrum jólapakka. Það er merkilega góður andinn hérna um borð.
Mig langar í einn London docks.

Engin ummæli: