blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

föstudagur, desember 26, 2008

Djöflast í Helga

Ég sá krakka leika sér í sandkassa í dag. Hann hafði verið að éta sand. Það sást á kjaftinum á honum. Ég get þó ekkert sagt. Ég át mkið af sandi þegar ég var smábarn. Ég var reyndar mjög sólginn í júgursmyrsl. En var samt ekki eins hrifinn af áburði(Græðir-9) og heldur ekki af kindaskítnum. Svo er nú það.
Ég fór í Hapauk í skeifunni í dag til að skila einhverjum bókum og dvd myndum sem ég var búinn að sjá og lesa. Rakst ég svo á Helga E Helgason fréttamann við búðakassana. Sá reyndar ekki hvað hann var búinn að kaupa sér. Ég hefði kannski átt að reyna að hnýsast í pokann hjá honum.
Helgi: Fyrirgefðu, ertu að hnýsast í pokann minn?
Ég: Ég má'ða.
Helgi: Svona, hættu þessu drengur.
Ég: Nei ég ætla að sjá hvað þú keyptir maður.
Helgi: Svona hvað er þetta maður.(hrifsar pokann til sín)
Ég: N-N-N-NEIIÍÍÍHHHHH....(Heldur dauða haldi í pokann)
Svo hefðum við kannski farið að togast á um pokan þangað til annar gafst upp. Nei bara svona hugmynd sem ég fékk.
Bob Dylan - Positively 4th street


Fantastic Johnn C - Boogaloo Down Broadway


Elwood&Mac Blues and The Blues Brothers Band - Looking For A Fox

Engin ummæli: