Reyniði nú að hafa það um jólin
Þá er ég búinn að kaupa þorláksmessuskötuna. Rótsterkan skötudjöful. Já svo sterkan að maður hóstar blóði og augun springa í tóftunum við það að éta hana. Svo er nú það. Annars er allt í góðum gír. Maður er hérna heima einhvernveginn. Hangandi í leti að gera ekki rassgat. Reyndar setti ég inn myndirnar af litlujólunum hjá okkur úti á sjó, inn á netið og má þær nálgast hér. Hei ég horfði á death At a funeral um daginn. Stórkostleg mynd. Hér að neðan er svo atriði þar sem ég lá í sófanum öskrandi og grenjandi úr hljátri yfir því.
Svo er það jólalag. Pavarotti var helvíti góður. Svo góður að ég fékk hroll þegar ég heyrði hans hæstu tóna í heimabióinu mínu í kvöld. Þeir sem fá hroll við að hlusta á góða tónlist fá hroll þegar þeir lygna aftur augun og einbeita sér að því að hlusta á sönginn í laginu. Prufiði bara.
Luciano Pavarotti - O Holy Night
Engin ummæli:
Skrifa ummæli