Þvælur
Ég sit nú hérna í stofunni heima hjá mér og er með annað augað á Tremors. Skemmtilegt bull. Það væri gaman að eiga þessa mynd til á DVD ef maður myndi fá sterka flensu eða yrði einhverra hluta vegna rúmlyggjandi. Það eru ýmsar bíóræmur þeirrar tegundar sem gott er að eiga til og horfa á svona í veikindum. Ég nefni Pulp Fiction, Back to the future, Fear and Loathing in Las Vegas, Cliff Hanger, Another Day in Paradise, og Kannski bara True Lies líka. Þetta eru jú einmitt myndir sem eru óttalegar þvælur.
Annars er ég full frískur þessa dagana og ekkert annað en krafturinn og dugnaðurinn framundan við að afla sér meiraprófsréttinda.
Ég er með bólu á rassinum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli