Ztjörnuvitlaus
Gaman er að pæla í stjörnunum. Venus er núna skærust allra stjarna um þessar mundir og er í suðri á kvöldhimninum. Saturnus er sést einnig á kvöldin og er í ljónsmerkinu. Ég átti nú stjörnukíki forðum þegar ég bjó í sveitinni og þá auðvitað alveg kjöraðstaða að skoða og spá í stjörnurnar. Enda skoðaði ég Júpíter Saturnus og Venus skoðaði ég líka og sá hana jafn skýra og á myndinni hér að neðan. Mig hefur lengi langað að sjá bauga Saturnusar en hallinn á þeim er einungis bara 2° en halli bauganna ná ekki hámarki fyrr en árið 2017 en hallinn verður þá 27°. Þá verður gaman að eiga góðan stjörnukíki.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli