blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

fimmtudagur, júní 04, 2009

Vevuvivuvivu

Ég fékk þessar þrjár Topps körfubolta myndir inn um póstlúguna hjá mér nú á dögunum. Er bara nokkuð ánægður með þetta þó að Jabbar-myndin sé samt leiðinlega særð í hornin en það eru heldur pirrandi skemmdir á góðri körfuboltamynd. En hvað sem körfuboltanegrum líður þá keypti ég mér slatta af veiðidóti í dag. Flugur og nýja tösku svo eitthvað sé nefnt og svo ætla ég að tína orma í kvöld en á morgun fer ég í paintball.

Café De Paris hljómar eins og nafn á söngleik. Kannski er það söngleikur en ég hef bara ekki vit á því. En ég keypti þetta revíudrasl á hundraðkall hjá manni sem var með ýmsan varning í Kolaportinu á góðu verði hér áðurfyrr, eins og cd, dvd og djúsa. En hann er nú kominn annað þessi. En ég sletti hér tveimur lögum af þessum revíudiski hér niðurfyrir. En ég hef í sjálfu sér ekkert vit á þessum flytjendum en þetta er bara diskur sem ég keypti bara til þess að kaupa hann bara af því eða bara af forvitni. Ég meina hvað er hundraðkall þegar forvitnin er annarsvegar.

Lucianne Delyle - Domino


Jean Sablon - J'ai Peur De L'automne (Septembersong)

Engin ummæli: