blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

mánudagur, júní 08, 2009

Yxna köttur

Ég veit ekki með ykkur en mér leiðast breima kettir í næsta nágrenni við svefnherbergisgluggann minn um miðja nótt. Það fór svo vel í mig að ég var að því kominn að opna Whiskasdollu til að koma fyrir í spenntri minkagildru utan við gluggann svo að ég fengi nú svefnfrið. Já ekki notar maður haglabyssuna hérna í þéttbýlinu og það um miðja nótt. ----------------------------------------------------------------------
Annars fór ég í Polakortið í dag og verzlaði ýmsan varning eins og dvd og cd, harðfisk og smá veiðidót. Já ég keypti þennan Italian Dance Classics á hundraðkall. Var að forvitnast og útkoman var djönk. Ég sit því uppi með þennan skít sem senn mun lenda í arninum. Ég hefði frekar átt að kaupa mér Willie Nelson diskinn sem ég sá í næsta rekka við hliðina

Black Box - Ride On Time


F.P.I. Project - Rich in Paradise

Engin ummæli: