Í nótt dreymdi mig að ég væri á stangli í kring um Búlandstind en búið var að koma fyrir sterkum ljóskösturum við rætur fjallsins til að lýsa það upp. Svo fór ég inn í eitthvert hús þarna hjá fjallinu þar sem var partí en þar dönsuðu allir gestirnir hókíhókípóki á stofugólfinu við undirspil harmonikkufélags suður-Þingeyinga. Síðan kom Louis Amstrong og spilaði á trompettinn á og allir hlustuðu hugfangnir.
------------------------------------------------
Enn og aftur álpaðist ég út í búð og keypti mér cd á hundraðkall. Þetta er nú bara einhver reggífroða. Eins og hvað ég þoli reggí illa þá gat ég samt alveg hlustað á þessa skífu og dillað mér. En það stóð nú ekki lengi. Ég held að þetta rusl eigi eftir að fjúka í arininn áður en langt um líður. Held það bara.
Finley Quaye - Broadcast
Finley Quaye - Feeling Blue
Finley Quaye - Burning
Engin ummæli:
Skrifa ummæli