blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

þriðjudagur, ágúst 25, 2009

Svaðalegt

Í nótt dreymdi mig ljótan draum. Ég var staddur inni hjá fjölskyldu sem bjó í einbýlishúsi í Grafarvoginum og ástæðan fyrir því að ég var staddur þar var sú að heimilisfaðirinn ætlaði að myrða fjölskyluna en ég hafði einhvernveginn komist að þessum áformum og sá mér ekki annan leik færan en að reyna að vernda fólkið. Ég lét eins og ég væri venjulegur gestur þarna og svipaðist um í húsinu. Í einu herbergjanna lá fjórtán ára sonur þeirra hjóna sofandi í öllum fötunum í rúminu og lá oná sænginni.
Stofan var búin nýlegum Ikeahúsgögnum og þar sat yngri sonurinn, tíu ára fyrir framan sjónvarpið og spilaði í playstation tölvu. Nú og hjónin voru svo að bardúsa eitthvað í einu herbergjanna, setja saman skáp eða eitthvað og ég stóð og var eitthvað að tala við þau á meðan. Svo stendur heimilisfaðirinn upp frá verkum sínum, fer inn í eldhús og sækir haglabyssuna og gerir sig líklegan til að skjóta mig en ég rauk þá inn í forstofuna stekk í skóna og út en karlinn á eftir mér. Svo er hann á eftir mér að reyna að freta á mig á meðan ég reyni að flýja og fela mig á milli húsa en reyni um leið að gera fólki viðvart og einhverjar konur sem voru að chilla í einum garðinum þarna stukku til og hringdu á lögguna og létu vita af þessum brjálæðing.
Þegar ég svo hafði náð að hrista helvítis manninn af mér, stóð ég í felum á bak við hálfbyggt hús þarna í hverfinu en þar kemur yngri sonur mannsins að mér.
Strákur: Því er þetta svona? Afhverju þarf ég að vera eins og hann.
Ég: Þú getur ekki verið að kenna sjálfum þér um hvað aðrir gera og þú hefur nákvæmlega ekkert með það að gera hvernig pabbi þinn hagar sér.
Svo hélt flóttinn áfram og þegar ég vaknai hafði lögreglan ekki látið sjá sig og maðurinn gekk enn lausum hala í grafarvogi með haglabyssu í hönd, tilbúinn að skjóta af mér smettið ef hann næði til mín.

Engin ummæli: