blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

þriðjudagur, ágúst 04, 2009

Ég veit það ekki

Mitt helsta þrekvirki í dag var að gera við vatnskassann. Kítta leir í gatið sem harnar svo eitthvað og æi ég nenni ekki að þusa um eitthvað svona lítilræði. Ég vil bara að ríkisstjórnin felli helvítis Ice_Save svo að ég geti keypt mér nýjan vatnskassa á betri prís en mér hefur boðist til þessa. Þetta lið þarna niðurfrá er greinilega ekkert að standa sig. Tjahh ég segi nú það sem enginn hefði þorað að segja. Ég held að Davíð Oddsson myndi ekkert annað en fella þetta rugl ef hann væri forsætisráðherra daginn í dag. Já ég segi bara svona það sem ég hugsa hverju sinni. það getur þá velverið að fólk haldi að ég sé hálfviti. Það verður þá bara að hafa það. Ég held þetta bara. Hef aldrei nokkurntímann haldið að eitthvert vinstripakk gæti haldið á spöðunum og rétt upp heilt þjóðfélag úr svona skít. Svo er nú það.

Svo var farið í þrívíddarsónar í dag og sonur minn sem enn kúrir í bumbunni á mömmu sinni skoðaður. Allt leit vel út.

Engin ummæli: