Furður og fyrirbæri
Jæja. Þá er bezt að einhverfast hérna með þetta blogg sem enginn nennir að lesa. Draugagangur er hlutur sem mér þykir skemmtilegt að stúdera. Þó að ég sé ekki skyggn að neinu viti þá kom það nú fyrir fyrr á þessu ári að allar slíkar gáfur skrúfuðust í botn þegar ég ætlaði að figta við slíkt fyrir alvöru og þá komst ég að því að jarðbindni á best við mig þó að það sé í lagi að skoða og stúdera spíritisma að vissu marki þá þarf ég mín takmörk í þessu enda kominn af mjög jarðbundnu fólki og fékk mjög jarðbundið uppeldi. Aldrei minnst á lífið fyrir handan, álfabyggðir eða mögulegt huldufólk í grennd við bæinn þar sem ég bjó þó að nægur væri nú efniviðurinn til þess þarna heima. Ýmislegt gerðist nú dularfullt þarna eins og óróinn í herberginu sem fór á fullt span upp úr þurru og svipir og skuggar dýra sem ég sá. Þetta voru móment sem mig langaði dálítið til að hafa skarpari skyggnigáfur en ég hef til að sjá og heyra betur inn í það sem ég var að sjá. En maður fær víst ekki meira en gefið er í þessum efnum. Þó er hægt að virkja þessar gáfur að einhverju leiti og þarf mis mikið til hjá hverjum einstaklingi fyrir sig. Einn maður sem ég þekki fékk að heyra það hjá frægum miðli hér í bæ að hann þyrfti lítið til þess að virkja alveg þrælmagnaða hæfileika í þessum efnum og er hann að spá í að koma þessum forritum í gang í hausnum á sér. Það fer nú í vitleysu, ég er viss um það.
Panic At The Disco-Northern Downpour
Engin ummæli:
Skrifa ummæli