Helvítis garg
Ég veit ekkert hvað málið er með að sjómenn öskri mikið. Jú sennilega er það álagið sem fylgir þessu og þó það er oft helvítis álag á þessu hérna er nú ekki svo mikið um öskur. Ekki á þessu skipi. Skipstjórinn öskrar yfirleitt aldrei en stýrimaðurinn á það til að láta heyra í sér en það er nú ekki svo oft. Það eru þó helzt þeir geðstirðustu sem orga á dekkinu. Oft er það uppsafnaður pirringur og möguleg fúlska gagnvart þeim sem orgað er á. Jú jú ég á það til að vera mað garg eins og aðrir þá er það oft ef það gengur virkilega illa og einhver er að kítast í mér á meðan. Einu sinni var ég á öðrum bát þar sem álgagið var orðið helvíti mikið og þar var einhver drengdjöfull sem var sí rífandi kjaft og ekki nóg með að hann væri gagnslaus heldur var hann verri en gagnslaus. Þá sá ég mér leik á borði og orgaði nokkuð vel valin orð á meðan ég barði hressilega í slægingarborðið og þetta krakkafífl hundskaðist þá til að reyna að vinna sig upp í að vera bara gagnslaus. Annars er það hérna að þegar vel fiskast af góðum fiski og álagið eitthvað meira en gengur og gerist þá eru menn bara kátir. Við fáum nú aura fyrir það sem fiskast. Það er nú það.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli