blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

laugardagur, september 19, 2009

Veikindavæl

Ég er með svínaflensuna og er því að láta mér leiðast hérna heimavið. Spurning hvort maður ætti að gramsa eitthvað í dvd kassanum. Það er nú svo allt morandi af allskonar bíóræmum þar oní. Mér er allavegana illt allstaðar í skrokknum og með enga lyst á mat. Einhverjum hefði þótt snilld að fá sér í haus við þessar kringumstæður. Ég þekki einn fyrrverandi sprautufíkil og alltaf þegar hann fann að einhver andskotans pest var að yfirbuga hann þá fékk hann sér bara góðan morfínskammt í æð og þarmeð var pestin úr sögunni. Djöfulsins ástand.

Engin ummæli: