blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

fimmtudagur, september 17, 2009

Sem dæmi

Þar sem ég ræddi um í síðustu færslu að sjómenn öskri hver á annann þegar leikar standa hátt þá hefði ég auðvitað átt að asnast til þess að skrá hér niður eitt minnisstætt öskur atriði þegar ég var eitt sinn á netum. Þannig var að stýrimaðurinn sem við skulum bara kalla Baldvin stóð við borðstokkinn og hakaði í allan fisk sem kom utan á netunum en hinumegin á dekkinu stóð bara... Jónas og var í því að leggja netin niður. Jónasi þótti víst Baldvin draga netin full hratt og hafði því ekki undan að leggja niður netin svoleiðis að hann kallaði:
Jónas:Baldvin, lækkaðu aðeins við dráttinn.
Baldvin:(Lítur við til Jónasar en segir ekkert og heldur áfram að draga á sama hraða)
Jónas:BALDVÍN(Jónas orðinn pirraður)
Baldvin:HVAÐ(Frekar pirraður)
Jónas:LÆKKAÐU VIÐ ÞETTA MAÐUR
Baldvin:REYNDU BARA AÐ HREYFA ÞIG ÞARNA DRENG DJÖ....
Jónas:DRULLASTU TIL AÐ MINNKA HELVÍTIS HRAÐANN.....
Baldvin/Jónas:%")ÖsKuR!=#()% oRG $&("#)="!= gARG =*&2"#
Og það besta við þetta var að Baldvin jók bara við hraðann á draslinu og Jónas vann hraðar af því að hann var svo reiður og æstur og þá vorum við bara komnir fyrr í land og allir ánægðir.

Engin ummæli: