blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

laugardagur, febrúar 13, 2010

Draugar út um allt

Það var nú eitthvað að hreyfast hérna sem átti að vera kjurt. Það er spúkí að sjá eitthvað bregða fyrir og hverfa svo með því sama. Einhverja skugga eða flyksur. Jæja en það eru draugar út um allt hvert sem maður fer. Þeir eru bara mis margir á sumum stöðum og mis athyglissjúkir. Þetta er svosem enginn alvarlegur draugagangur hérna, málningin er ekkert að sjóða á veggjunum og vatnið sýður heldur ekkert í klósettinu og hausinn á heimilisfólkinu er heldur ekkert að snúast í hringi. Þetta er bara svona lágmarks draugagangur hérna í íbúðinni. Ætli það sé liðin tíð að fólk sé að djöflast með stórar talsatöðvar heima hjá sér að tala við annað fólk útí hinum stóra heimi. Þegar ég var krakki fór ég oft með pabba mínum í heimsókn til vinar hans sem átti einhvern risa talstöðvardjöful og var með hann í íbúðinni sinni, frammi á gangi við svefnherbergisdyrnar. Ég hugsa að Skype sé búið að leggja þennan heim af. Og þó, það getur vel verið að einhverjir séu að pukrast við þetta enn. Þetta er heimur útaf fyrir sig. Mér finnst bara eitthvað svo heillandi að sitja við eitthvað risa tæki og reyna að ná sambandi við einhvern randomerað útí heimi og hafa svo einhver radíóhljóð í bakgrunninn "vúúúúúúúúíííííúúúúúúúíííííúúúúú" og "díddídídíííííídídídídí". Það er flottara en Skype.
-------------------------
Og þá er það músík músík og aftur músík. Það má ekki gleyma henni. Það er merkilegt hvað sogast í þessa tölvu hérna. Hellingur sem maður man aldrei eftir að hafa einhverntímann fyrir löngu síðan halað niður eða rippað af einhverjum disk. Ég fann þetta þrenna hérna þegar ég var að taka til í tölvunni í gær.

Danzing - Not Of This World


Techno Beats And Body Beats - Amy Can Fly

Porcupine Tree - Towel

Engin ummæli: