blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

föstudagur, febrúar 26, 2010

Furðulegt

Einhver hafði sett fullan Bónus innkaupapoka af mat fyrir utan dyrnar heima hjá mér. Í pokanum var Brauð, 2l. kók, 1kg.kartöflur, bananar, ostur, gúrka, flatkökur frá Gæðabakstri, 1l.léttmjólk, tómatar, smjör og súrmjólk. Spurning hver það var sem asnaði þessu á tröppurnar mínar og til hvers. Kannski var þetta einhver api sem var alveg út úr kú og keypti bara eitthvað út í búð til að skilja það eftir einhverstaðar og lét það fyrir framan dyrnar hjá mér. Það má vera að þetta hafi verið einhver góðhjartaður einstaklingur sem heldur að ég sé fátækur maður og viljað gefa mér mat enn ekki viljað að ég vissi hver hann væri, svona nokkurskonar tannálfur eða jólasveinn. Svo er það þriðja ástæðan og sú sem ég vil síst hugsa. Það er einhver sem hatar mig og setti eitur í allan þennan mat til að skilja hann eftir á tröppunum heima hjá mér svo að ég myndi éta eitraða matinn. Ég ætla að kýla á það og prufa að borða það sem var í pokanum. Ef ég dey, þá elskaði ég ykkur öll.
---------------------
Svo er það músík. Þetta eru lög sem ég hlusta stundum á. Ég nenni ekkert að röfla um það neitt frekar. Það er bara þannig og ekkert flókið við það, hmmm.....

John Frusciante - A Loop


The Cab - Risky Buisness

Engin ummæli: