blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

miðvikudagur, mars 03, 2010

Veskan mín

Keypti mér nýja veiðitösku í dag. Hin var of lítil og reyndar rifnaði hún í fyrrasumar. Hún var jú, of lítil. A.m.k. kem ég kaffibrúsa fyrir í þeirri nýju. Það var ekki hægt með gömlu töskuna. Þess vegna rifnaði hún. En það er fínt að græja sig dálítið upp fyrir sumarið. Jább veiða mikið í sumar þó að það sé kreppa. Allir eru í helvíti á meðan ég fer í lax. Heldurðu að það sé hemja.
------------------------

Leftover Salmon er gott band sem mér finnst ágætt að þeyta undir nálinni. Þetta er svona bluegrass, rock, country. Fínt til að svona, jahh, dilla tánum með þegar maður er að lesa eða prjóna eða raða frímerkjum eða bara flokka körfuboltamyndir eða bara að dunda eitthvað í rólegheitum. Hnýta flugur kannski.

Leftover Salmon - River's Rising


Leftover Salmon - Tangled Up In Blue


Leftover Salmon with Taj Mahal - lovin'in my baby's eyes

Engin ummæli: