Keðjuskítadreyfari
Þá var nú skroppið að Húsafelli þessa helgina og gert ekki rassgat þar nema að liggja í leti og éta. Svo er nú ekkert eins gaman í slíkum sveitaferðum að sjá gamla sígilda hluti á borð við Zetor, rússajeppa og keðjuskítadreifara sem þeytir skítnum út, út um síðuna. Buslugangur alltaf í þannig apparati þegar keðjurnar frussa drullunni út um allt tún. Skemmtileg sjón. En það var sumsé letihaugast í þessum sumarbústað og gert ekki neitt. Heitipotturinn var voðavoða góður. Svakalega gott að letihaugast þar. Reyndar var skroppið og fengið sér ferskt loft við Hraunfossa. Þeir eru fallegir. Seisei já. Ætti maður ekki að storma austurfyrir fjall og reyna að sjá eldgos.
----------------------------------
Þetta er diskur sem fylgdi Pampers bleiunum sem við keyptum fyrir soninn. Spilunin var eitur í eyrun allan diskinn og ef ekki væri fyrir þetta mp3 blogg hérna þá hefði diskurinn fengið að fjúka út um bílgluggann á leiðinni heim úr búðarferðinni. Nei ég segi það kannski ekki. Maður þarf allavega að vera búinn að fá sér vel í haus til að fíla þetta.
Angelique Kidjo - You Can Count On Me
Angelique Kidjo - Tobolo
Angelique - Didjo - Kelele
Angelique Kidjo - Aisha
Engin ummæli:
Skrifa ummæli