blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

fimmtudagur, ágúst 19, 2010

Best að blogga aðeins

Sattaðsegja hef ég voða lítið að segja. Ég hef verið að spila Pacman undan farið og það er mesta furða hvað maður getur orðið brjálaður þegar draugarnir ná að drepa mann. Ég hreinlega froðufelldi af bræði hér í gær þegar ég hafði náð langt en svo drepinn á endanum. Lúdóið er þó skaplegra en hægt er að keppa í lúdó á netinu sem ég geri stundum. Líka er hægt að keppa við fólk af öllum heimshornum í Tetris. Ég ætla svo eitthvað að róa mig í þessum spilum á menningardaginn og kem til með að spranga um á menningarhátíð og hlýða á tónflutning. Verð sennilega ekkert á þvælingi um kvöldið enda lítið sem ég veit af sem ég ef áhuga fyrir að sjá og heyra. Fræbbblarnir og Megasukk skemmtu mér konunglega vel í fyrra á Grandrokk sáluga. Held nú að facktory komi samt til með að vera ágætis staður. A.m.k. er þetta topphúsnæði fyrir gigg og skemmtilegheit.
----------------------------
Jean-Baptiste Franc sat með pjanóið sitt á strikinu og spilaði. Þar var hann líka með diska með eigin efni til sölu á heilar 100 danskar krónur. Ég sló til og verzlaði mér eitt eintak og lét hann árita diskinn. Hér eru þrjú ágæt lög af þessum disk.

Jean-Baptiste - I've Got Rythm


Jean-Baptiste Franc - The Man I Love


Jean-Baptiste Franc - Waste No Tears

Engin ummæli: